Velkomin á kennsluvefinn Kraftmiklar kynningar!
Kennsluvefurinn geymir leiðsögn og góð ráð um vinnu nemenda við kynningar í grunnskóla. Bent er á heppilegan hugbúnað og aðferðir við undirbúning, efnisgerð, flutning og framsögn.
|
Hvernig má nýta sér vefinn? |
Hugbúnaður |
Þessi síða er ætluð öllum þeim sem vilja efla kynningarnar sínar. Upphaflega var hugsunin sú að þetta væri kennslutól fyrir umsjónarkennara þar sem að fræðsla og þjálfun í upplýsingatækni er að færast enn meira inn á þeirra svið. Á vefnum er meðal annars að finna verkefnalýsingar sem henta þegar leggja á fyrir einstaklings-, para- og hópverkefni en líka sniðugar leiðir við að skipta í hópa, glíma við upplýsingaöflun og fást við námsmat. Einnig er að finna á vefnum hagnýtar upplýsingar um opinn og veflægan hugbúnað sem hægt er að nota við gerð kynninga. Að lokum er hægt að skoða efni sem tengist framsögn og flutningi á kynningum.
FlutningurÞað er ekki nóg að vera bara með flottan hugbúnað að baki sér. Ef að flutningurinn heppnast ekki þá getur öll kynningin misheppnast eða farið í vaskinn, sama hversu flott hún var uppi á skjá. Því er mikilvægt að kynna sér lykilatriðin í góðum flutningi og góða hluti til þess að hafa á bak við eyrun. Máttugur flutningur getur gert það að verkum að allur salurinn hrífst með þér og verður reiðubúinn að fallast á það sem þú hefur fram að færa.
|
Mismunandi hugbúnað er hægt að nýta í svona kynningar og geta þeir sem vilja prófa eitthvað annað en venjulegt glærukynningarforrit skoðað síðuna um hugbúnað til þess að fá hugmyndir. Athugið að listinn er langt í frá að vera tæmandi og gefur bara hugmynd um það sem til er. Allur hugbúnaður sem er kynntur á síðunni er veflægur og því þarf ekki að hala niður forriti í tölvu eða spjald. Þetta hentar því grunnskólum vel þar sem oft eru takmarkanir á því hverju er hægt að hlaða niður á tækin.
Hafa sambandHérna er hægt að hafa samband við kennarann að baki kennsluvefnum.
|
Það getur verið erfitt að standa fyrir framan margmenni og halda kynningu. En ef maður hefur trú á sinni kynningu og hlakkar til að flytja hana, verður þetta miklu auðveldara!